Hækkandi bensínverð talið geta grennt Bandaríkjamenn

AP

Hækkandi verð á bensíni í Bandaríkjunum kann að hafa þau áhrif að draga úr offitu meðal þjóðarinnar, segir heilsuhagfræðingur sem rannsakað hefur málið. Samkvæmt niðurstöðum hans gæti eins dollara hækkun á bensíngalloninu dregið úr offitu um 15% á fimm árum.

Þessa kenningu setur Charles Courtemanche fram í doktorsritgerð sinni við Washingtonháskóla í St. Louis. Hann segir ennfremur, að 13% aukningu í offitu á árunum 1979 til 2004 megi rekja til lækkunar á bensínverði.

Bensínverð fór niður fyrir 1,5 dollara á gallonið árið 2000, en í maí sl. var það komið í 3,22 dollara, og hefur aldrei verið hærra.

Hærra bensínverð getur dregið úr offitu með því að fá fólk til að ganga eða hjóla, í stað þess að aka bíl, og borða fituminni mat heima hjá sér í stað þess að borða fituríkan mat á veitingastöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert