Lífrænt ræktað grænmeti er hollara

Ásdís Ásgeirsdóttir

Lífrænt ræktað grænmeti er hollara en það sem ræktað er með hefðbundnum hætti, samkvæmt niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar sem gerð var í Bretlandi fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Lífrænt ræktaða grænmetið reyndist almennt innihalda meira af andoxunarefnum og minna af fitusýrum.

Frá þessu greinir BBC.

Niðurstöðurnar stangast á við núverandi stefnu breska Matvælaeftirlitsins (Food Standards Agency), sem kveður á um að engar vísbendingar séu um að lífrænt ræktað grænmeti sé hollara en annað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert