Telja orkuuppsprettu norðurljósanna fundna

Norðurljós yfir Chugach-fjöllum í Alaska.
Norðurljós yfir Chugach-fjöllum í Alaska. AP

Vísindamenn telja sig hafa fundið orkuuppsprettu norðurljósanna. Ný gögn frá fjórum gervitunglum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, sem skotið var á loft fyrr í vetur, benda til að orkan komi úr flæði hlaðinna einda frá sólinni, sem berist líkt og straumur í gegnum segulsvið sem liggja á milli efra lags andrúmslofts jarðarinnar og sólarinnar.

Orkan losnar síðan skyndilega og myndar birtuna sem dansar um himinninn við norðurpólinn, sagði Vassilis Angelopoulos, vísindamaður við Universiti of California, sem stjórnaði rannsókninni. Niðurstöðurnar voru kynntar á ráðstefnu Samtaka jarðeðlisfræðinga í Bandaríkjunum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert