Forfaðir hvalanna er kominn í leitirnar

Steingerðu beinaleifarnar, sem fundust í Kasmír, benda til, að Indonyus …
Steingerðu beinaleifarnar, sem fundust í Kasmír, benda til, að Indonyus hafi litið einhvern veginn svona út fyrir 48 milljónum ára.

Forfaðir hvalanna var spendýr á stærð við ref, sem uppi var fyrir um 48 milljónum ára. Má lesa það út úr steingervingum sem fundust í Kasmír-héraði á Indlandi fyrir aldarfjórðungi.

Dýrið lifði aðallega á landi en talið er að það hafi leitað í sjó eða vötn er það þurfti að forða sér undan rándýrum. Það var að sjálfsögðu mjög ólíkt hvölum en sum líkamseinkenni þess hafa þó minnt á þá. Nefna má til dæmis lögun hauskúpunnar og eyrna og eins og í öðrum dýrum, sem eru mikið í vatni, voru beinin mjög þykk. Það auðveldar dýrunum á halda jafnvægi og fóta sig á grunnu vatni.

Indonyus eins og dýrið er kallað er „týndi hlekkurinn“ milli landdýra og hvala að mati vísindamannanna en þeir segja að núlifandi ættingjar þess og hvala séu til dæmis kameldýr, svín og flóðhestar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert