Amazon.com mun selja tónlist frá Warner Music á Mp3 sniði

Niðurhal á tónlist og notkun MP3 spilara færist sífellt í …
Niðurhal á tónlist og notkun MP3 spilara færist sífellt í aukana. NICKY LOH

Amazon.com hefur samið við tónlistarútgefandann Warner Music Group um að gera tónlist frá þeim fáanlega á MP3 skrám án afritunarverndar. 

Sagt er frá því á fréttavef  BBCWarner Music hafi áður ekki viljað selja niðurhal af lögum á MP3 sniði þar sem mjög auðvelt er að deila tónlistinni á milli notenda og hægt er að brenna ótakmarkað á geisladiska.  

Niðurhalsverslun Amazon.com er stærsti keppinautur Apple i-tunes sem nota stafræna réttindavernd. 

Sony BMG er nú einn eftir af stærstu tónlistarframleiðendunum sem hafa ekki gert samning við niðurhalsþjónustu Amazon.com, sem er að sinni einungis fáanleg í Bandaríkjunum. 

„Með því að fjarlægja hindrun á sölu og ánægju af niðurhali tónlistar, bindum við endi á deilur sem voru farnar að veikjast,” sagði framkvæmdastjóri Warner Music í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins. 

Amazon.com opnaði niðurhalsverslun sína í Bandaríkjunum í september eftir að samkomulag náðist um að selja tónlist án afritunarverndar frá Universal Music Group og EMI.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert