Smástirni fór framhjá jörðinni í 500.000 km fjarlægð

Smástirni komst næst jörðinni á hraðferð sinni framhjá henni á þriðjudaginn og gafst á stjörnuáhugamönnum tækifæri á að sjá það í sjónaukum sínum er það var í rúmlega hálfrar milljónar km fjarlægð, samkvæmt upplýsingum frá NASA. Aldrei mun hafa steðjað nein hætta að jörðinni vegna þessa.

Smástirnið er um 250 metrar í þvermál og var næst jörðu um klukkan hálf sex að morgni þriðjudagsins. Fjarlægðin nam þá sem svarar 1,4 sinnum fjarlægðinni til tunglsins.

Steve Ostro, stjörnufræðingur hjá NASA, segir að þetta hafi verið það næsta sem smástirnið muni komast jörðinni þar til að minnsta kosti  þarnæstu aldamóta. Aldrei hafi verið talin hætta á að það rækist á jörðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka