Fær viðurkenningu fyrir rannsóknir á sóragigt

Frá afhendingu viðurkenninga
Frá afhendingu viðurkenninga

Dr. Björn Guðbjörnsson dósent í gigtarrannsóknum við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við rannsóknarstofuna í gigtarsjúkdómum á lyflækningasviði I tók nýverið við viðurkenningu frá Vísindaráði evrópsku gigtarsamtakanna (EULAR) fyrir rannsóknir sínar um ættlægni sóragigtar (Psoriatic Arthritis).

Rannsóknarverkefni Björns og félaga er framlenging á ítarlegri faraldsfræðirannsókn um sóragigt í Reykjavík, þ.e. um algengi og birtingarform liðsjúkdómsins ásamt horfum sjúklinga með liðagigt samhliða húðsjúkdómnum psoriasis. Reykjavíkur sóragigtarrannsóknin er unnin í samvinnu við prófessor Helga Valdimarsson og læknana Jóhann Elí Guðjónsson og Þorvarð Jón Löve. Seinni hluti verkefnisins, þ.e. verðlaunaverkefnið, var unninn með aðstoð Íslendingabókar og Ara Kárasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Ársfundur EULAR-samtakanna er stærsti vísindafundur um gigtarmálefni sem haldinn er í heiminum en yfir 15.000 heilbrigðisstarfsmenn sóttu þingið. Á þinginu voru kynnt yfir 3000 rannsóknarverkefni og voru sex klínísk rannsóknarverkefni heiðruð sérstaklega sem áhugaverð og framsækin, þ.á m. var sóragigtarættarrannsóknin. Það er því mikill heiður fyrir íslenska gigtarlækna og Íslenska erfðagreiningu að fá viðurkenningu sem þessa, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert