Hvít augu hættumerki

Venjulegar fjölskylduljósmyndir geta gefið mikilvægar vísbendingar um alvarlegan augnsjúkdóm. Einkenni hans birtast á myndum þar sem augu fólks eru rauð vegna glampa frá flassi. Augu þess sem er með umræddan sjúkdóm verða þó ekki rauð heldur hvít eða gráleit á myndunum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Maria Pezzente, frá Torontoí Kanada, er talin hafa bjargað lífi ungs sonar síns er hún veitti því athygli að annað auga hans var hvítt á myndum þar sem hitt auga hans varð rautt. Hún leitaði til augnlæknis og var drengurinn Leo greindur með sjaldgæfan augnsjúkdóm og auga hans fjarlægt.

Hefði það ekki verið gert hefði sjúkdómurinn að öllum líkindum komist í hitt auga hans, gert hann blindan og jafnvel dregið hann til dauða.

Um er að ræða krabbamein sem greint er hjá einum af hverjum 15.000 nýburum. Hann er ættgengur og er hans sérstaklega leitað hjá börnum sem eiga foreldra sem greinst hafa með sjúkdóminn. Miklar líkur eru á að hægt sé að komast fyrir sjúkdóminn og draga verulega úr skaða af völdum hans  uppgötvist hann snemma.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert