90.000 heimili rafvædd með hænsnaskít

Hollendingar hafa tekið í notkun heimsins stærsta orkuver sem notar lífmassa sem orkugjafa. Orkuverið nýtir úrgang frá hænsnabúum til að framleiða raforku og getur séð um 90.000 heimilum fyrir rafmagni.

Árlega mun bruni á ríflega 440.000 tonnum af hænsnaskít – um þriðjungur þess sem fellur til í Hollandi – knýja vélar orkuversins. Framleiðslugeta vélanna er 36,5 megavött af raforku og er gert ráð fyrir að orkuverið muni skila af sér 270 milljónum kílóvattstunda á ári.

Talsmenn orkufyrirtækisins Delta segja að orkuverið hafi jákvæð umhverfisáhrif í för með sér. Förgun á hænsnaskít sé kostnaðarsöm, auk þess sem hún verður til þess að losa gróðurhúsalofttegundir. Með því að brenna skítinn sé hægt að minnka þá losun, auk þess sem askan sem fellur til við brunann nýtist vel til áburðarframleiðslu.

Til að lyktarmengun verði sem minnst er skíturinn fluttur í loftþéttum tankbílum í orkuverið, sem losaðir eru í loftþéttu rými.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert