Telja rottur geta valdið hjartasjúkdómum hjá fólki

Rotta að skoða sig um í Norðurmýrinni.
Rotta að skoða sig um í Norðurmýrinni. mbl.is/Sverrir

Grunur leikur á að rottur séu smitberar bakteríu sem valdið getur alvarlegum hjartavandamálum hjá manneskjum. Frá þessu eru greint á vef danska dagblaðsins Politiken í dag. 

Ný rannsókn, sem birt er í desemberhefti vísindatímaritsins The Journal of Medical Microbiology, sýnir að brúnar rottu, sem eru stærstu og algengustu rotturnar í Evrópu, eru nú orðnir smitberar bakteríu sem framkallað getur hjartasjúkdóma hjá mannfólki. Allt bendir til þess að flær, sem lifa á rottum, breiði út bakteríurnar, líkt og var tilfellið með fyrri pestir. 

„Ný baktería sem nefnist Bartonella rochalimae fannst nýverið í sjúklingi sem greinst hafði með ofstækkanir í miltanu. Viðkomandi hafði verið á ferðlagi í Suður-Ameríku,“  segir Chao-Chin Chang prófessor hjá Chung Hsing háskólanum í Tævan.

„Þessi uppákoma vekur upp áhyggjur og spurningar manna um það hvort um geti verið að ræða nýframkomna smitandi bakteríu sem geti smitast frá dýrum til mannfólks. Af þessum sökum ætlum við að rannsaka nánar hvort verið geti að nagdýr, sem lifa í hvað mesti nálægð við manneskjur, geti verið smitberar þessarar bakteríu,“  segir Chang.

Síðan á tíunda tug tuttugustu aldar hafa fundist fleiri en 20 bakteríur af Bartonella-stofninum. Allar eiga þær það sameiginlegt að geta smitast frá dýrum til fólks. Vísindamenn telja að bakteríurnar geti orsakað hjartasjúkdóma, sýkingu í milta og taugakerfinu hjá fólki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert