Mikilvægur áfangi á sviði krabbameinsrannsókna

Höfuðstöðvar deCODE í Vatnsmýri.
Höfuðstöðvar deCODE í Vatnsmýri. mbl.is/Júlíus

Í fyrsta sinn hefur stakur erfðabreytileiki verið tengdur við fleiri en eina tegund krabbameina, m.a. lunga-, blöðru-, blöðruháls-, húð- og leghálskrabbamein. Frá þessu greindu vísindamenn hjá deCODE. Rannsóknin var unnin í samvinnu við vísindamenn í Bandaríkjunum og 10 Evrópulöndum.

Undanfarin tvö ár hefur deCODE birt rannsóknir sem hafa leitt til uppgötvunar á erfðabreytileikum sem bera með sér auknar líkur á ýmsum krabbameinum, en þá hefur oftast verið um að ræða eina krabbameinstegund.

Í nýju rannsókninni er í fyrsta sinn sýnt fram á erfðabreytileika sem eykur hættuna á fleiri en einni tegund krabbameina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert