Nýsköpun Íslendinga í 14. sæti í Evrópu


Ef lagt er mat á nýsköpun í hagkerfinu eru Íslendingar í 14. sæti ríkja í Evrópu og er það svipuð frammistaða og síðastliðin fimm ár þar sem Ísland hefur verið í 13.-15. sæti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu European Innovation Scoreboard 2008 þar sem borin er saman nýsköpun í ríkjum Evrópu.  Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að í mörg ár hafa Finnar verið í einu af efstu sætunum en á fundi SA í síðustu viku var því lýst hvernig Finnar sköpuðu með markvissum hætti nýsköpunarsamfélag að lokinni efnahagskreppunni sem yfir þá gekk á árunum 1991 - 1994. 

Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert