Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu

Á meðan hver bílaframleiðandinn af öðrum segir upp fólki og lokar verksmiðjum vegna efnahagshrunsins tilkynnti einn bílaframleiðandi í gær að í vændum væri ný verksmiðja í Bandaríkjunum, sem hugsanlega mun skapa nokkur hundruð störf á því svæði sem hún verður sett upp.

Framleiðandinn er Tesla Motors, sem þróað hefur sportbíla sem knúnir eru af rafmagni. Á sama tíma og tilkynnt var um nýju verksmiðjuna afhjúpaði Tesla nýjan sportbíl, Model S, sem kostar tæpar 6 milljónir króna, 49.900 dollara skv. fréttavef CNN.

Tesla rafmagnsbílafyrirtækið var stofnað árið 2003 af milljarðamæringnum Elon Musk, en hefur síðan vaxið mjög og laðað til sín marga áhugasama fjárfesta, þ.á.m. Larry Page, stofnanda Google. Væntingar um háklassa sportbíla sem eru alfarið knúnir rafmagni urðu að raunveruleika þegar Tesla Roadster, fyrsta módel Tesla, var kynnt til sögunnar og var þá brotið blað í sögu rafbílsins. Aðeins hefur hægt á þróun nýjasta módelsins vegna efnahagsástandsins, en Tesla stefnir engu að síður á að framleiða 20.000 Model S rafmagnssportbíla á ári frá og með 2011.

Nýi rafbíllinn sem kynntur var í gær kemst 480 km á einni rafmagnshleðslu.

Heimasíða rafbílaframleiðandans Tesla

Heimasíða Tesla á Íslandi

Tesla Model S rafmagnsbíllinn fer í fjöldaframleiðslu 2011.
Tesla Model S rafmagnsbíllinn fer í fjöldaframleiðslu 2011. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert