Kaffi skaðar heilann

Kaffibollinn - varasamur í óhófi?
Kaffibollinn - varasamur í óhófi? Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ný rannsókn vísindamanna í Bandaríkjunum sýnir að koffín í kaffi og alkóhól geta valdið jafn miklu tjóni á heilanum og hass og kókaín, segir í Jyllandsposten. Langvarandi notkun þessara efna valdi götum eða dauðum svæðum í heilanum, sams konar götum og neysla á áðurnefndum fíkniefnum.

Daniel G. Amen, prófessor í taugalækningum, stýrði rannsókninni. Hann segir einkennin minna á skemmdirnar sem sjáist í heila Alzheimer-sjúklinga. Rannsóknin hefur staðið yfir í 15 ár og hafa niðurstöðurnar að sögn blaðsins vakið mikla athygli vestra en Amen lýsir þeim m.a. í bók sem nú er ofarlega á vinsældalista, Change Your Brain, Change Your Life.

Hann segir að andleg einkenni eins og skyndileg kvíðaköst, reiðiköst og aðrar skyndilegar breytingar á skapi séu dæmigerð einkenni heila í fólki sem hafi lengi notað mikið koffín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert