Fullkomnasta landslagskort heims

Kortið er meðal annars byggt á myndum teknum úr geimnum
Kortið er meðal annars byggt á myndum teknum úr geimnum HO

Fullkomnasta landslagskort af jörðinni er tilbúið og hefur verið birt. Kortið er stafrænt og sýnir 99% landslags yfirborðs jarðar en hægt verður að sækja kortið og nota endurgjaldslaust á netinu.

Kortið byggir gögnum sem Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) og japanska viðskiptaráðuneytið söfnuðu saman. Þar á meðal eru 1,3 milljónir mynda sem teknar voru úr japanska Terra gervihnettinum

Woody Turner hjá NASA segir kortið byggt á einstökum upplýsingum um  hæðir og lægðir landslags jarðar sem séu þær nákvæmustu og heilsdtæðustu sem til eru. Voru hæðarmælingar gerðar með aðeins 30 metra millibili.

Fram að þessu hefur fullkomnasta kort af þessu tagi sýnt um 80% landslags jarðarinnar en það var ekki eins nákvæmt og nýja kortið þar sem landslag er mjög bratt og í eyðimörkum. Vonast er til þess að nota megi upplýsingar af eldra kortinu til að bæta hið nýrra. Unnið er að þessu hjá NASA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert