Tunglfararnir vilja stefna á Mars

Geimfararnir á Apollo 11 sem urðu fyrstir til að stíga fæti á tunglið hafa hvatt landa sína til að taka nú stefnuna á Mars.

Nei Armstrong og Michael Collins, báðir 78 ára að aldri, og Edwin „Buzz“ Aldrin, 79 ára, komu fram í athöfn í flug- og geimferðasafninu bandaríska og notuð fágæta endurfundi sína til brýna þjóð sína til nýrra landvinninga í geimnum.

Armstrong kvað tunglferð Apollo 11 hafa vissulega verið lið í kalda stríðinu milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þar sem bæði ríkin freistuðu þess að ná ítökum í geimnum, en samkeppnin hefði haft sína jákvæðu hliðar.

„Þetta var fyrst og fremst friðsöm keppni: Bandaríkin gegn Sovétríkjunum. Hún var áköf,“ rifjaði hann upp. „Hún leyfði báðum ríkjum að leggja mikið undir með vísindi, þekkingaröflun og rannsóknir að leiðarljósi.“

Hann bætti við að í reynd hafi keppnin milli ríkjanna um leið lagt grunninn að aukinni samvinnu þeirra á milli.

Aldrin hvatti bandaríska þingið og þjóðina til að nota afmæli tunglferðar Apollo 11 sem hvatningu til að hefja undirbúning að geimferð til Mars.

„Apollo 11 er táknmynd þess sem dugmikil þjóð getur gert þegar við leggjum mikið á okkur og vinnum saman,“ sagði hann. „Ameríka - dreymir ykkur en stóra drauma. Hafið þið enn trú á sjálfum ykkur,“ spurði hann þjóð sína. „Ég hvet næstu kynslóð og leiðtoga þjóðarinnar til að svara: Já, við getum.“

Um 500 manns tóku þátt í athöfninni í safninu, þar á meðal næsti forstöðumaður NASA, bandarísku geimferðaráætlunarinnar, Charles Bolden sem er fyrrverandi geimfari.

Hundruð manna sem ekki höfðu fengið miða á athöfnunina sjálfa, sem voru dregnir út í eins konar lottói, söfnuðust saman fyrir utan ráðstefnusal safnsins, þar sem sjá mátti stjórnhluta geimfarsins og eftirlíkingu af sovéskum Spútnik.

Barack Obama forseti mun hitta geimfarana seinna í dag til að minnast tunglferðarinnar og væntanlega ræða um framtíð geimrannsókna.

Geimfarinn Edwin E. Aldrin Jr., flugmaður tunglferjunnar, myndaður á tunglgöngu …
Geimfarinn Edwin E. Aldrin Jr., flugmaður tunglferjunnar, myndaður á tunglgöngu með ferjuna í baksýn. NASA
Áhöfn Apollo 11 Neil Armstrong,stjórnandi geimferðarinnar og sá sem fyrstur …
Áhöfn Apollo 11 Neil Armstrong,stjórnandi geimferðarinnar og sá sem fyrstur steig fæti á tunglið (t.v.), Edwin "Buzz" Aldrin, (til hægri), en hann flaug tunglferjunnui og Michael Collins, (í miðju) en hann flaug sjálfu geimfarinu, Apollo 11, hinn 16. júlí, 1969. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert