Galapagos ógnað af ferðamönnum

Græneðla á Galapagos
Græneðla á Galapagos Reuters

Moskítóflugur sem berast til Galapagoseyja með flugvélum og bátum ferðamanna eru við það að valda „vistfræðilegu stórslysi“ á eyjunum samkvæmt nýrri rannsókn. Skordýrin geta breitt út banvæna sjúkdóma á eyjaklasanum sem Charles Darwin notaði til grundvallar verki sínu „Uppruna tegundanna.“

„Fáir ferðamenn gera sér grein fyrir kaldhæðninni sem felst í því að ferð þeirra til Galapagos geti í raun og veru leitt til vistfræðilegs stórslyss,“ segir Simon Goodman frá háskólanum í Leeds sem stóð ásamt öðrum að rannsókninni.  „Að alvarlegir sjúkdómar hafi ekki enn breiðst út á Galapagos er líklega bara heppni,“ segir Goodman.

Samkvæmt rannsókninni fór moskítóflugutegundin Culex quinquefasciatus, reglulega á milli eyjanna og suður-ameríska meginlandsins með flugvélum og bátum ferðamanna sem ferðuðust á milli mismunandi eyja klasans.
Tegundir sem eru í hættu vegna sjúkdóma eins og vissum afbrigðum malaríu eru m.a. þekktustu íbúar eyjunnar, risaskjaldbökurnar, en einnig sægræneðlur, sæljón og finkur.

En það versta er samkvæmt rannsókninni að moskítóflugurnar virðast lifa og fjölga sér eftir að þær koma til eyjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert