Loftmengun minnkar í kreppunni

Algengustu gróðurhúsalofttegundirnar eru vatnsuppgufun, þá koltvísýringur (CO2), köfnunarefnistvíildi (NO2), og …
Algengustu gróðurhúsalofttegundirnar eru vatnsuppgufun, þá koltvísýringur (CO2), köfnunarefnistvíildi (NO2), og metangas. Reuters

Fjármálakreppan, sem verið hefur í heiminum undanfarið ár, og ýmsar ráðstafanir stjórnvalda, hafa valdið því að umtalsvert hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið á þessu ári.

Alþjóðaumhverfismálastofnunin, IEA, segir að líklega muni losun koldíoxíðs dragast saman um 2% á þessu ári. Yrði það mesti samdráttur á einu ári í 40 ár.  Aðgerðir, svo sem viðskipti með losunarkvóta, hafa dregið úr losun en aðalástæðan er sú, að iðnframleiðsla og efnahagsumsvif hafa dregist saman.

Það kemur ekki á óvart að dregið hafi úr losun gróðurhúsalofttegunda á árinu en að sögn breska ríkisútvarpsins BBC var ekki búist við svona miklum samdrætti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert