Windows 7 kostar um 20.000

Einstaklingsútgáfan af Windows 7, nýjustu útgáfunni af Windows stýrikerfi Microsoft, mun kosta í kringum 19-20.000 krónur út úr búð hér á landi. Hefst salan á stýrikerfinu á morgun.

Talsmaður Microsoft á Íslandi segir að söluverðið hér jafnist á við það sem gerist og gengur í Evrópu, þrátt fyrir lágt gengi krónunnar. Ástæðan sé hið svokallaða Microsoft gengi á krónunni, en samkvæmt því fara viðskipti við Microsoft fram á genginu 130 krónur á evruna, en ekki rúmum 180 krónum, sem er gengi Seðlabanka Íslands. Væri farið eftir síðarnefnda genginu væri söluverð einstaklingsútgáfunnar líklega um 28.000 krónur.

Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir að vegna eftirspurnar eftir nýja stýrikerfinu hafi ekki tekist að afgreiða allar pantanir verslana í Evrópu í tæka tíð fyrir útgáfudag. Þetta þýði m.a. að verslanir á Íslandi munu hafa mjög takmarkað magn af Windows 7 pökkum til sölu á útgáfudaginn. Fleiri sendingar sé á leiðinni til landsins og eru þær væntanlegar í verslanir í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
Einn eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 74.000 km. 5 gíra, bensín, ný dekk, nýjar...
TIL SÖLU sumardekk
4 stk. BF Goodridge sumardekk 215/65 R 16 nánast óslitin, verð 40.000 uppl. Sí...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...