Efni í karríi drepur krabbameinsfrumur

Guli liturinn í karríi er ekki bara fallegur heldur hollur.
Guli liturinn í karríi er ekki bara fallegur heldur hollur. mbl.is/Kristinn

Efni, sem finnst í kryddinu túrmerik, sem gefur gula litinn í karríréttum, virðist geta drepið krabbameinsfrumur, ef marka má tilraunir sem gerðar hafa verið í krabbameinsrannsóknastofnun í Cork á Írlandi.

Efnið heitir  kúrkuma og lengi hafa verið vísbendingar um að það hafi lækningarmátt. Hafa verið gerðar rannsóknir á því í tengslum við meðferð á liðagigt og jafnvel heilabilun.

Nú benda rannsóknir í Cork til þess að efnið geti drepið krabbameinsfrumur. Segja sérfræðingar, sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við, að þessar niðurstöður, sem skýrt er frá í  British Journal of Cancer gæti aðstoðað lækna við að finna nýjar lækningaaðferðir.

Rannsóknirnar bentu til þess, að  kúrkuma hefði áhrif á krabbameinsfrumur innan 24 stunda. Haft er eftirSharon McKenna, sem stýrði rannsóknunum, að vísindamenn hafi lengi vitað að náttúruleg efni gætu haft þau áhrif að lækna sýktar frumur og talið hafi verið að curcumin gæti haft lækningamátt.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert