Nefnd skipuð vegna innleiðingar reglna um losunarheimildir

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. Kristinn Ingvarsson

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að semja frumvarp til laga vegna innleiðingar reglna um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS).

Á grundvelli EES samningsins mun stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi falla undir viðskiptakerfi ESB frá og með 1. janúar 2013. Þar er meðal annars um að ræða alla losun frá stóriðju, og er reiknað með að rúmlega 40% af allri losun á Íslandi verði úthlutað innan viðskiptakerfis ESB frá þeim tíma.

Nefndin á að skila tillögum til umhverfisráðherra fyrir 1. ágúst 2010.

Nefndin er þannig skipuð:

Glóey Finnsdóttir, formaður, umhverfisráðuneyti,Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af iðnaðarráðuneyti. Hrafnhildur Bragadóttir. lögfræðingur, tilnefnd af Umhverfisstofnun. Ómar Þór Eyjólfsson, lögfræðingur, tilnefndur af efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Pétur Reimarsson, forstöðumaður, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins. Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur, tilnefndur af fjármálaráðuneyti. Valgerður Guðmundsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnamálaráðuneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert