Google hættir ritskoðun í Kína

Google hefur hætt að ritskoða efni sem birt er í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa varað fyrirtækið við því að stíga þetta skref. Þessi breyting felur í sér að Kínverjar hafa aðgang að leitarvélinni með sama hætti og íbúar í Hong Kong.

Stjórnvöld í Kína hafa varað Google við og sagt að það muni hafa afleiðingar ef fyrirtækið virði ekki reglur landsins um ritskoðun.

Google og kínversk stjórnvöld hafa átt í viðræðum og í þeim hefur komið fram að Kína er ekki tilbúið til að ræða neinar tilslakanir varðandi ritskoðun. David Drummond, yfirlögfræðingur Google, segist vonast eftir að kínversk stjórnvöld virði ákvörðun fyrirtækisins, en hann segist gera sér grein fyrir að ákvörðunin kunni að hafa áhrif á þjónustu fyrirtækisins í Kína.

Kínverskir fjölmiðla hafa gagnrýnt Google og sagði að fyrirtækið sé undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn sem hafi áhrif á ákvarðanir þess.

Google hefur hætt ritskoðun í Kína.
Google hefur hætt ritskoðun í Kína. ROBERT GALBRAITH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert