Áður óþekkt frummannategund

Teikning af Neanderdalsmanni.
Teikning af Neanderdalsmanni.

Vísindamenn hafa fundið áður óþekkta frummannategund með DNA rannsóknum á fingurbeini, sem fannst í helli í Síberíu árið 2008. Um er að ræða tegund, sem átti sömu forfeður og nútímamaðurinn og virðist hafa verið uppi í Mið-Asíu fyrir um 30-48 þúsund árum.

Fjallað er um rannsóknir á beininu í tímaritinu Nature. Að sögn fréttavefjar BBC benda DNA-rannsóknirnar til þess, að þessi tegund sé  frábrugðin bæði  Neanderdalsmanninum og nútímamanninum. Beinið er að konu, sem nefnd er X-konan, og ásamt því fundust leifar af skartgripum, þar á meðal armbandi.

BBC segir að þessi niðurstaða leiði líkum að því að þrjár tegundir manna, Neanderdalsmaðurinn, nútímamaðurinn (homo sapiens) og tegundin sem X-konan er fulltrúi fyrir, hafi hist og átt samskipti í suðurhluta Síberíu. 

Svo virðist sem X-konan hafi byrjað að þróast í aðra átt en homo sapiens fyrir um milljón árum. Leiðir skildu hins vegar á milli Neanderdalsmanna og homo sapiens fyrir um 500 þúsund árum. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert