Svíar tæknivæddasta hagkerfið

mbl.is/Heiddi

Svíþjóð er tæknivæddasta hagkerfið að mati Alþjóðaefnahagsráðsins og hefur fellt Danmörku úr efsta sæti árlegs lista, sem ráðið tekur saman. Ísland er í 12. sæti af 133 ríkjum á listanum en var í 7. sæti á síðasta ári. 

Alþjóðaefnahagsráðið reiknar út sérstaka vísitölu þar sem lagt er mat á hvernig lönd nýta sér upplýsingatækni. Þar er lagt til grundvallar það umhverfi, sem er fyrir tækniþróun, hversu reiðubúnir einstaklingar eru til að nýta þessa tækni og hvernig tæknin er síðan nýtt.    

Danmörk féll niður í 3. sæti á listanum en Singapúr fór í 2. sætið úr því fjórða. Finnar eru í 6. sæti og Norðmenn í 10. sæti.

Efstu löndin:

  1. Svíþjóð 5,65
  2. Singapúr 5,64
  3. Danmörk 5,54
  4. Sviss 5,48
  5. Bandaríkin 5,46
  6. Finnland 5,44
  7. Kanada 5,36
  8. Hong Kong 5,33
  9. Holland  5,32
  10. Noregur 5,22
  11. Taívan 5,20
  12. Ísland  5,20.
Heimasíða Alþjóðaefnahagsráðsins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert