Árás eða þýðingarvilla á Facebook?

Mörgum notendum Facebook hér á landi brá í brún í …
Mörgum notendum Facebook hér á landi brá í brún í dag, er orðið ,,barnaperri" var komið við margar færslur. THIERRY ROGE

Svo virðist sem tölvuþrjótar hafi komist inn á íslensku útgáfuna af Facebook og bætt við orðinu „Barnaperri“ fyrir aftan krækjur þar sem venjulega eru skrifaðar athugasemdir við færslur, þeim deilt með öðrum eða hakað við „líkar þetta“.  Á þetta einkum við vefsíður fyrirtækja eða hópa á Facebook, ekki á síðum einstaklinga.

Ekki hefur fengist skýring á þessu athæfi, en í versta falli getur verið um þýðingarvillu að ræða á íslensku síðunum, sé ekki um árás tölvuþrjóta að ræða. Einn notandi Facebook, sem hafði samband við mbl.is og benti á þetta, sagðist hafa fengið ónotatilfinningu við að sjá þetta orð birtast á skjánum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert