5.100 ára gömul hurð finnst í Sviss

Hurðin var smíðuð á steinöld fyrir 5.100 árum síðan.
Hurðin var smíðuð á steinöld fyrir 5.100 árum síðan. AP

Fornleifafræðingar hafa fundið „frábærlega vel varðveitta" hurð sem er 5.100 ára gömul, í svissnesku borginni Zurich. Talið er að hurðin hafi verð gerð árið 3063 fyrir Krist, að sögn fornleifafræðingsins Niels Bleicher sem leiðir rannsóknina.

Þetta er ein elsta hurð sem nokkurn tíma hefur fundist í Evrópu og um margt merkilegur fundur meðal annars handbragðsins, en Bleicher segir athyglisvert að sjá hvernig plankarnir eru festir saman. Hurðin uppgötvaðist í fornleifa uppgreftri sem ráðist var í vegna fyrirhugaðs bílastæðakjallara við Óperuhúsið í Zurich. Hurðin er 153 cm há og 88 cm breið og tilheyrði að líkindum einu af að minnsta kosti 5 steinaldarþorpum sem talið er að hafi verið á borgarstæðinu.

Hurðin er gerð úr ösp, hún er þétt í sér og fagmannlega unnin  með vel varðveittum hjörum að sögn Bleicher. Líklega hefur hurðin verið á timburhúsi byggðu á stultu, sem gert var til að verjast köldum vindum sem blésu yfir Zurich vatn. „Þetta er snjöll hönnun sem lítur meira að segja nokkuð vel út," hefur BBC eftir Bleicher. Hurðin verður höfð til sýnis eftir að búið er að fjarlægja hana úr jörðinni og væta hana sérstökum vökva sem ver hana rotnun.

mbl.is
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust 30.- 04. ág. - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfo...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...