Minniháttar miklihvellur

Öreindahraðallinn er í 27 km löngum göngum undir yfirborði jarðar.
Öreindahraðallinn er í 27 km löngum göngum undir yfirborði jarðar.

Vísindamönnum hjá CERN-stofnuninni í Sviss, sem vinna við stærsta öreindahraðal heims (Large Hadron Collider), tókst þann 7. nóvember að búa til litla útgáfu af miklahvelli með því að þeyta saman blýjónum í stað róteinda.

Við tilraunina myndaðist hiti sem er milljón sinnum heitari en kjarni sólarinnar.

Öreindahraðallinn er staðsettur í 27 km löngum göngum sem liggja neðanjarðar við Genf í Sviss, á landamærunum við Frakkland.

Hingað til hefur hraðallinn aðeins þeytt saman róteindum í þeim tilgangi að svipta hulunni af því hvernig heimurinn varð til.

Umfjöllun breska ríkisútvarpsins.

Vefur CERN.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert