Fíkn grundvallareiginleiki

mbl.is/Jim Smart

Hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur fíkn af ýmsum toga verið rannsökuð. „Tóbaksfíkn er stórhættuleg, áfengissýki leiðir til að fólk deyr fyrir aldur fram og er til bölvunar, fíkn í hin og þessi eiturlyf gerir hið sama,“ segir Kári Stefánsson í Sunnudagsmogganum í dag.

„Við tókum alla þá breytileika, sem við höfum fundið og hafa áhrif á fitu, í tengslum við reykingar, byrjun á reykingum, hversu miklar þær eru, alkóhólisma, fíkn í ópíöt og kannabis og sýndum fram á að mjög stór hluti af þeim breytum sem hafa áhrif á líkamsþyngd hefur líka áhrif á fíknina. Við fundum fyrir tveimur vikum eða svo breytingu í einum erfðavísi, sem hefur áhrif á allt þetta.

Við höfum því fundið breytileika í erfðamenginu, sem hefur áhrif á það, sem er sameiginlegt allri fíkn. Mikið hefur verið rætt um að fyrirbærið fíkn teygi anga sína um allt og eitthvað sé sameiginlegt allri fíkn og þarna höfum við líffræðilega sönnun fyrir því að svo sé.

Ég held að fíkn sem slík hljóti að vera grundvallareiginleiki og gegna mikilvægu hlutverki, en henni verði að halda innan einhverra marka eins og öllu öðru. Ekkert í okkur er alvont og ég held að sú hegðun, sem tengist fíkn, geti verið nauðsynleg í sumum tilfellum. Í það minnsta er hún í okkur og það er eins gott fyrir okkur að venjast þeirri staðreynd að þarna er hún.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert