Segja nýtt hrukkukrem virka

Húðin er stærsta líffæri líkamans en sá hluti húðarinnar sem …
Húðin er stærsta líffæri líkamans en sá hluti húðarinnar sem okkur er ef til vill hvað mest annt um er sá sem er sýnilegastur eins og andlitshúðin.

Nýtt hrukkukrem frá L'Oreal sem húðsjúkdómalæknar segja að dragi úr dýpt hrukkna um allt að 20% er á leiðinni á markað. Kremið góða er sagt vera fyrsta kremið í heiminum sem hefur áhrif á kollagen framleiðslu húðarinnar.

Bera þarf kremið á húðina daglega í átta vikur, en með því fara gamlar húðfrumur að framleiða kollagen líkt og nýjar. Virka efnið í kreminu kallast ramnósi (e. rhamnose).

Hér má lesa um nýja kraftaverkakremið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert