Stórt gat á ósonlaginu yfir norðurskauti

Hafís við Norðurpólinn.
Hafís við Norðurpólinn. mbl.is/Einar Falur

Hætta er á að ósongatið yfir norðurskautinu nái metstærð á þessu ári. Danskir fjölmiðlar hafa eftir sérfræðingi hjá dönsku veðurstofunni, að öll skilyrði séu til staðar til að þetta gerist. 

Ritzau fréttastofan hefur eftir Niels Larsen, verkefnisstjóra hjá dönsku veðurstofunni, að staðan verði alvarleg þegar í þessari viku þegar sólin hækkar á lofti þar sem sólarljós hraði niðurbroti ósonlagsins. Þá sé hitastig í heiðhvolfinu óvenju lágt miðað við árstíma. 

Niels Larsen segir, að þetta valdi því að útfjólubláir geislar eiga greiðari leið gegnum andrúmsloftið og það auki hættu á húðkrabbameini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert