Banna söfnun gagna um netnotendur

Bandaríska þinghúsið.
Bandaríska þinghúsið. Reuters

Bandarískir þingmenn ætla að leggja fram frumvarp til laga sem gerir netnotendum kleift að hindra fyrirtæki í að safna upplýsingum um hegðun þeirra á netinu.

Frumvarpið hefur fengið gælunafnið „Bannað að rekja slóðir“ (Do Not Track). Jay Rockefeller, öldungadeildarþingmaður frá Vestur-Virginíu sagði að frumvarpið bjóði upp á „einfalda og skýra leið fyrir fólk til að hindra fyrirtæki í að fylgjast með allri hegðun þess á Netinu.“

Hann sagði að neytendur ættu rétt á að vita hvenær og hvernig viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um þá séu notaðar í netheimum. Mikilvægast sé að þeir geti sagt „nei takk“ þegar fyrirtæki leitist við að afla upplýsinganna án samþykkis þeirra.

Joe Barton, fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, og Edward Markey frá Massachusetts, lögðu fram svipað frumvarp sem miðar við að vernda börn sem eru á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert