Stærðarinnar smástirni skammt frá jörðinni

Smástirni í geimnum.
Smástirni í geimnum.

Nýuppgötvað smástirni á stærð við skrifstofubyggingu mun fara rétt fram hjá jörðinni á mánudaginn og mun það fara 23 sinnum nær jörðinni en tunglið.

Vísindamenn segja að smástirnið muni verða í tæplega 17.703 kílómetra fjarlægð þegar það verði næst jörðinni að því er segir í frétt Daily Telegraph.

Fjarlægð tunglsins frá jörðinni er breytileg, eða á bilinu 356.400 til 406.700 km.

Tilvist smástirnisins var fyrst uppgötvuð síðastliðinn miðvikudag af fjarstýrðum sjónauka sem staðsettur er í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum og er ætlað að fylgjast með slíkum mögulegum hættum. Áætlað er að smástirnið, sem fengið hefur nafnið 2011 MD, sé um 10 til 45 metra breitt

Haft er eftir dr. Emily Baldwin, breskum sérfræðingi í smástirnum, að öruggt sé að 2011 MD muni fara framhjá jörðinni en ef það kæmi inn í gufuhvolfið myndi smástirni af þessari stærð að mestu leyti brenna upp.

Þá kemur fram í fréttinni að 8. nóvember næstkomandi muni 400 metra breitt smástirni, sem vegur 50 milljónir tonna og fengið hefur nafnið 2005 YU55, fara framhjá jörðinni í 323.478 kílómetra fjarlægð. Um verður að ræða stærsta fyrirbæri af því tagi sem komið hafi svo nálægt jörðinni og vitað hafi verið um fyrirfram.


Frétt Daily Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert