Staðfest tengsl bóluefnis og drómasýki

Niðurstöður finnskrar rannsóknar staðfesta að tengsl eru á milli bóluefnis við svínaflensu og drómasýki. Finnskir vísindamenn kynntu niðurstöðurnar í dag en höfðu áður sagt frá því í janúar að sterkar vísbendingar væru um tengsl þarna á milli.

Niðurstöðurnar sýna m.a. að börn og ungmenni á aldrinum fjögurra til nítján ára eru 12,7 sinnum líklegri til að fá drómasýki hafi þau verið bólusett með bóluefnunum Pandemrix og Arepanrix, en undirliggjandi erfðafræðilegur þáttur þarf einnig að vera til staðar.

Alls hafa 79 börn greinst með drómasýki í Finnlandi eftir að hafa verið bólusett með efnunum en það samsvarar því að sex af hverjum hundrað þúsund hafi fengið sjúkdóminn eftir að hafa fengið bóluefnið.

Drómasýki kemur fram í mikilli þreytu og eiga þeir sem af sjúkdómnum þjást til að sofna án þess að fá nokkuð ráðið við. Í alvarlegum tilfellum eru ofskynjanir fylgifiskar sjúkdómsins, svo og svokölluð slekjuköst, þegar viðkomandi missir allan mátt í líkamanum og getur sig hvergi hreyft.

Auk Finnlands hafa tengslin milli svínaflensubóluefnanna og drómasýki verið rannsökuð í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi og hefur evrópska lyfjastofnunin komið þeim tilmælum á framfæri að fólk undir tuttugu ára aldri sé ekki bólusett með efnunum nema bóluefni við hefðbundinni flensu séu ekki við höndina og einstaklingurinn þyki í mikilli hættu við að smitast af alvarlegum flensustofni.

Íslendingar keyptu um 300 þúsund skammta af bóluefninu en það hefur ekki verið í notkun í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá staðgengli sóttvarnalæknis í júlí, stendur til að taka ákvörðun um áframhaldandi notkun í haust en helmingur efnisins rennur út í október næstkomandi og hinn helmingurinn í október á næsta ári.

mbl.is
Manntal 1703
Manntal á Íslandi 1703 til sölu ásamt manntali í þremur sýslum 1729, innbundið í...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Flugskýli til leigu í Fluggörðum á Re
Flugskýli til leigu í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli halldorjonss@gmail.com...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...