Tíðari hamfarir af völdum manna

Flóð í Bangkok. Spáð er að hamfarir af völdum veðurs …
Flóð í Bangkok. Spáð er að hamfarir af völdum veðurs verði tíðar í framtíðinni. DAMIR SAGOLJ

Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa gert hamfarir á borð við hitabylgjur, skógarelda, flóð og fellibyli tíðari en áður og líkur eru á að þær verði enn algengari í framtíðinni. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar hafa látið gera.

Hundruð vísindamanna á vegum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) kynna drögin að skýrslunni á fundi nefndarinnar í Kampala síðar í þessum mánuði. Benda niðurstöður þeirra til þess að stór hluti mannkyns verði í meiri hættu á komandi áratugum vegna tíðari óveðra.

Árið 2010 voru hitamet slegin og olli það miklum skógareldum í Síberíu á sama tíma og gríðarleg flóð gengu yfir Pakistan og Indland. Í ár hafa miklar náttúruhamfarir riðið yfir Bandaríkin, mikil flóð í Mississippi og Missouri, fellibylurinn Írena og þurrkar sem enn standa yfir í Texas.

Þá er mikill þurrkur í stórum hluta Kína á sama tíma og Mið-Ameríkulönd og Taíland glíma við flóð í kjölfar rigninga.







mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert