Fundu risaeðlu í olíusandi

Reuters

Starfsmenn sem starfa við að vinna olíu úr olíusandi í Kanada fundu í síðustu viku risaeðlu í sandinum. Um er að ræða svokallaða svaneðlu, en mjög sjaldgæft er að finna slíka beinagrind.

Svaneðla er með mjög langan háls en tiltölulega lítinn líkama. Tíu ár eru liðin síðan síðasta svaneðla fannst.

Maggy Horvath er verkstjóri við olíuvinnsluna. Hún segist hafa gefið fyrirmæli um að stöðva tækin strax og beinagrindin kom í ljós. Hún segist hafa verið dálítið montin þegar hún hringdi í son sinn og tilkynnti honum að hún hefði fundið risaeðlu.

Í Kanada er talið að hægt sé að vinna gríðarlegt magna af olíu úr olíusandi, en olíulindirnar eru taldar vera þriðju stærstu olíulindir í heimi. Olílindirnar eru á svæði sem talið er að hafi áður verið hafsbotn.

Þetta er tíunda risaeðlan sem finnst við vinnslu á olíusandi í Kanada. Síðasta risaeðla fannst árið 2000, en hún er talin vera 110 milljónir ára gömul.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert