Viltu spyrja Hawking spjörunum úr?

Stephen Hawking.
Stephen Hawking. Retuers

Aðdáendur breska eðlisfræðingsins Stephens Hawking eiga þess kost að leggja spurningu fyrir meistarann sem hann mun svo svara á ráðstefnu um alheiminn við Cambridge-háskóla eftir áramót. Er ráðstefnan haldin í tilefni af 70 ára afmæli Hawking.

Breska útvarpið, BBC, auglýsir eftir spurningum sem lagðar verða fyrir þennan þekktasta vísindamann Bretlands og geta áhugasamir komið spurningu á framfæri í gegnum Twittersíðu BBC.

Þarf að senda spurningarnar inn í síðasta lagi næsta föstudag og verða þær bestu valdar út.

Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni við Cambridge-háskóla eftir áramót eru Saul Perlmutter og Lord Rees. 

Hawking verður sjötugur 8. janúar nk. og þykir mörgum það ganga kraftaverki næst. Þannig var honum tjáð snemma á þrítugsaldri að hann ætti skammt ólifað. Annað kom á daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert