Wikipedia lokar í 24 tíma

Wikipedia, alfræðiritið á vefnum, hefur í hyggju að loka enskumælandi hluta síðunnar á morgun til að mótmæla frumvarpi til nýrra laga í Bandaríkjunum gegn hugverkaþjófnaði. Vefsíðurnar Reddit og Boing Boing, munu einnig taka þátt í  mótmælunum. Twitter-síðan hefur hafnað því að taka þátt.

Forsvarsmenn síðnanna eru andsnúnir Sopa-frumvarpinu svokallaða (Stop Online Piracy Act) og Pipa-frumvarpinu (Protect Intellectual Property Act) sem eru nú til umræðu í bandaríska þinginu.

Jimmy Wales, stofnandi Wikipedia, gagnrýnir þau harðlega í samtali við BBC. Telur Wales að Sopa-frumvarpið sé svo yfirdrifið og illa skrifað að það komi til að með hafa hamlandi áhrif sem tengist ekki ólöglegu niðurhali. Sopa og Pipa gefi til kynna mun stærra vandamál á heimsvísu þar sem unnið sé gegn ólöglegu niðurhali og „sjóræningjastarfsemi“ á kostnað frelsis á netinu.“

Stuðningsmenn Sopa á bandaríska þinginu segja frumvarpið hannað til að stöðva tekjuflæði til „ræningjavefsíðna“.

Nú eru uppi vangaveltur um hvort Barack Obama, Bandaríkjaforseti, muni beita neitunarvaldi sínu gegn lögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert