Mest mun hlýna í Skandinavíu

Loftmynd af Evrópu frá NASA.
Loftmynd af Evrópu frá NASA. NASA

Áhrifa hlýnunar jarðar mun mest gæta í Skandinavíu og við Miðjarðarhafið, sé litið eingöngu til Evrópu. Að meðaltali verður 1,5 stigum hlýrra í Evrópu á árunum 2021-2050 en var á árinum 1960-1990.

Þetta er niðurstaða Evrópsku umhverfisstofnunarinnar, European Environment Agency, sem birt var í dag.

Þó að hækkun hitastigs virðist aðeins lítil er mikilvægt, að mati stofnunarinnar, að átta sig á að þarna er verið að tala um meðaltals ækkun. Sum svæði munu hlýna mun meira.

Í norðausturhluta Skandinavíu er talið að meðalhiti gæti orðið 7 stigum hærri árið 2071 en á árunum 1960-1990.

Að mati stofnunarinnar mun þessi hækkun hitastigs hafa veruleg áhrif á landbúnað og ferðaþjónustuna, sérstaklega við Miðjarðarhafið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert