Lokað á Twitter vegna guðlasts

Tíst á Twitter.
Tíst á Twitter. Mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Pakistönsk stjórnvöld lokuðu í dag á samskiptasíðuna Twitter, vegna keppni sem efnt hefur verið til þar um að birta skopmyndir af spámanninum Múhammeð. 

Upplýsingamálaráðuneyti Pakistan tók ákvörðun um að loka fyrir aðgang að Twitter vegna guðlasts. Talsmaður ráðuneytisins sagði Afp að ráðuneytið hefði nokkrum sinnum farið fram á það að skrípamyndakeppnin yrði ekki haldin en ekki fengið nein viðbrögð frá stjórnendum Twitter.

Í íslömskum sið er stranglega bannað að birta myndir af spámanninum og telst slíkt guðlast. Skemmst er að minnast þess þegar danska blaðið Jyllandsposten birti skopmyndir af Múhammeð og vakti gríðarlega reiði í múslimaheiminum sem enn hefur ekki sjatnað.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem pakistönsk yfirvöld loka á hluta netsins vegna guðlasts, en gripið var til sambærilegra aðgerða gagnvart Facebook og YouTube þar í landi á miðju ári 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert