Skjalið um konu Jesú falsað

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fræðimaður segir að pappírssnifsið sem átti að sanna að Jesús hefði átt eiginkonu sé falsað.

Fræðimaður við Harvard-háskóla taldi sig hafa fundið sönnun þess að Jesús hefði verið kvæntur á pappírssnifsi sem talið var vera frá 4. öld. Vakti fréttin gríðarlega athygli um allan heim. Nú hefur fræðimaður við Durham-háskóla sagt skjalið falsað. Um sé að ræða eftirprentun af Tómasar-guðspjalli og að orðum hafi augljóslega verið breytt á pappírnum.

 Francis Watson, prófessor við Durham-háskóla telur sig hafa sannað að um fölsun sé að ræða. „Ég held að það sé nú óumdeilt að ég hafi sýnt fram á að hvernig þetta var gert,“ segir Watson í grein í Guardian. „Ég yrði mjög undrandi ef þetta er ekki nútíma fölsun en það er þó ekki útilokað að þetta hafi verið gert á 4. öld.“

Niðurstaða Watsons er sú að sá sem skrifaði eða endurskrifaði á pappírinn hafi ekki haft egypsku að móðurmáli en orðin eru skrifuð með fornegypskum táknum. Hann gagnrýnir ekki kollega sinn í Harvard, sem gerði fyrri rannsóknina, beinlínis. Hann telur að pappírinn geti vel verið frá 4. öld, en orðin, segir hann, bera með sér að vera mun yngri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert