Vill hefta fjölgun mannkyns

David Attenborough.
David Attenborough.

Mannkynið er plága fyrir jörðina og nauðsynlegt er að hefta fjölgun þess. Þetta er haft eftir breska sjónvarpsmanninum og náttúrufræðingnum Sir David Attenborough á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph í dag.

Haft er ennfremur eftir Attenborough að mannkynið stofnaði eigin tilvist í hættu sem og annarra tegunda með því að gernýta auðlindir jarðarinnar. Eina leiðin til þess að bjarga jörðinni frá hungursneyð og útrýmingu tegunda væri að draga úr fjölgun mannkynsins.

„Við erum plága á jörðinni. Það mun koma í ljós á næstu 50 árum eða svo. Þetta snýst ekki bara um loftlagsbreytingar heldur einfaldlega um pláss, landsvæði til þess að rækta mat fyrir þennan gríðarlega fjölda. Annað hvort drögum við úr fjölgun mannkynsins eða náttúran mun gera það fyrir okkur og hún er að gera það nú þegar,“ er haft eftir Attenborough.

Frétt Daily Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert