Deyja úr krabbameini vegna „karlmennsku“

Krabbameinsrannsóknir.
Krabbameinsrannsóknir. mbl.is

Sá eiginleiki Breta að láta sér ekki bregða þó ýmislegt gangi á kann að skýra hvers vegna Bretar standa að baki öðrum þjóðum þegar kemur að baráttu gegn krabbameini.

Nýlega var birt niðurstaða breskrar rannsóknar sem náði til 20 þúsund fullorðinna einstaklinga í Ástralíu, Kanada, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Niðurstaðan var sú að Bretar, umfram aðrar þjóðir, reyna að koma sér undan því að leita til læknis jafnvel þó að þeir finni fyrir einkennum sem gætu bent til sjúkleika. Um þriðjungur Breta óttuðust að þeir væru að sóa tíma læknisins með því að leita til þeirra. Einn af hverjum sex Bretum sagði að þeim þætti óþægilegt að ræða við lækni um þau einkenni sem þeir finndu fyrir.

Í British Journal of Cancer segir að þessi eiginleiki Breta að láta á engu bera (sem stundum er kallað „stiff upper lip“) geti skýrt hvers vegna Bretum gangi verr en öðrum vestrænum þjóðum að ná árangri í baráttu gegn krabbameini, en dánartíðni þeirra sem fá krabbamein er hærri í Bretlandi en öðrum löndum. Árangur af meðferð gegn krabbameini ræðst ekki síst af því hversu snemma meinið greinist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert