Vatn við Júpíter af völdum áreksturs halastjörnu

Júpíter.
Júpíter.

Dularfullar vatnsagnir í efrihluta lofthjúps Júpíters eru leifar áreksturs halastjörnu við reikistjörnuna árið 1994, að því er Geimferðastofnun Evrópu (ESA), hélt fram í dag.  

Stjarnfræðingar hafa deilt um vatnið í 15 ár eftir að það greindist í infrarauðum stjörnusjónauka ESA, Herschel-sjónaukanum. Sumir þeirra voru á því að vatnið hefði eimast upp í lofthjúpinn frá  yfirborði reikistjörnunnar. Aðrir sögðu útilokað að það hefði komist í gegnum „kuldaskil“ sem skilja að heiðhvolf Júpíters og skýjaþekjuna þar undir.  

Nær allt vatnið sem sést hefur í Herschel-sjónaukanum er að finna á litlu svæði í syðra hálfhveli Júpíters. Vatnseindirnar eru í nágrenni svæða þar sem 21 brot úr halastjörnunni Shoemaker-Levy 9 skall á reikistjörnunni í júlí 1994.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert