Hlekktist á í geimferð

Rússneskt geimfar á leið frá jörðu.
Rússneskt geimfar á leið frá jörðu. AFP

Ómönnuðu rússnesku geimfari af gerðinni Progress, sem var á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar með 2,5 tonn af ýmsum búnaði og birgðum, hlekktist á við þegar það átti að tengjast stöðinni með loftneti, sem stýrir för geimfarsins. 

Áætlað var að farið myndi ná til geimstöðvarinnar á föstudaginn, þetta atvik mun að öllum líkindum ekki tefja för þess, en nú vinna vísindamenn að því að lagfæra loftnetið. Það er meðal annars gert með því að senda farinu boð.

Grannt er fylgst með farinu sem og öðrum rússneskum geimförum, en Rússar eru nú þeir einu sem hafa bolmagn til þess að senda mönnuð geimför til alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að Bandaríkjamenn hættu þátttöku í verkefninu árið 2011. Nú eru þar staddir sex geimfarar, tveir Bandaríkjamenn, Kanadamaður og þrír Rússar.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, leggur ríka áherslu á að Rússar nái forskoti í geimferðum og verður gífurlegt fé lagt í þennan málaflokk, um 50 milljarðar Bandaríkjadollara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert