Etna á heimsminjaskrá

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur sett ítalska eldfjallið Etnu á heimsminjaskrá. Etna er hæsta eldfjall Evrópu og eitt af þeim sem gjósa oftast. Sagan segir að hina tíðu eldvirkni megi rekja til þess að guðinn Seifur fangelsaði Typhon, föður allra skrímsla, undir Etnu en þar liggi hann í rekkju sem eilíft klórar bak hans.

Til eru ritaðar heimildir um Etnu frá því fyrir 2.700 árum síðan, samkvæmt UNESCO. 

Ekkert eldfjall í heimi hefur verið jafn ítarlega rannsakað og Etna, sem er á Sikiley, og hafa þær rannsóknir skilað gríðarlega miklum fróðleik í eldfjallarannsóknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert