Höggbylgjan fór tvisvar um jörðina

Höggbylgja sem varð í kjölfar þess að lofsteinn sprakk yfir Rússlandi í febrúar fór tvisvar sinnum umhverfis jörðina, að sögn vísindamanna.

Yfir þúsund manns særðust er um 10 þúsund tonna steinninn, stærri en tveggja hæða strætisvagn, brann upp í andrúmsloftinu fyrir ofan Síberíu.

Skjálfti af völdum sprengingarinnar kom fram á mælum 20 mæla víðs vegar um  heiminn. Mælarnir hafa það hlutverk að fylgjast með tilraunum með kjarnorkuvopn.

Í grein vísindamannanna sem birt er í tímaritinu Geophysical Research Letters, kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem stöðvarnar mæla höggbylgju utan úr geimnum sem fór tvisvar umhverfis alla jörðina.

Sjá nánar frétt Sky fréttastofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert