Svona lítur jörðin út frá Satúrnusi

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt mynd af fágætu sjónarhorni af jörðinni. Myndin er tekin við Satúrnus. Hinir frægu hringir Satúrnusar eru m.a. inni á myndinni.

Myndin var tekin úr Cassini geimflaug NASA og í um 1,4 milljarða kílómetra fjarlægð.

NASA hvatti jarðarbúa í síðustu viku til að veifa í átt að Satúrnusi þegar myndatakan stóð fyrir dyrum. Um 20 þúsund tóku þátt. En þeir sjást nú ekki á myndinni enda virðist jörðin aðeins lítill blettur í fjarska - rétt eins og Satúrnus virðist séð frá jörðinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Cassini nær mynd af jörðinni og tungli hennar í góðri upplausn. 

„Mynd Cassini minnir okkur á að jörðin er aðeins lítill hluti alls geimsins,“ segir talsmaður NASA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert