Létu blekkjast af „auglýsingu“

Sky-fréttastofan

Nokkrir iPhone eigendur sitja nú eftir með sárt ennið og ónýta farsíma eftir að hafa látið blekkjast af „auglýsingu“ sem virðist hafa verið sett fram til að villa um fyrir notendum símans. Í auglýsingunni, sem talið er að hafi fyrst verið birt á síðunni 4Chan, kemur fram að ef stýrikerfið iOS 7 er sett upp í símanum, verði hann vatnsheldur.

Í „auglýsingunni“ kom fram að uppfærslan gerði að verkum þegar síminn komist í snertingu við vatn, rofni raftenging símans. Þar af leiðandi verða ekki skemmdir á símanum.Auglýsingin er sögð líkjast Apple auglýsingunum og hefur hún meðal annars sama bakgrunn og leturgerð.

Svo virðist sem nokkrir hafi ákveðið að láta á þetta reyna, en símarnir hafi ekki haft það af. Nokkrir hafa hellt úr skálum reiði sinnar Twitter, óánægðir með að hafa látið gabbast.

Apple hefur ekki tjáð sig um málið.

Frétt Sky-fréttastofunnar.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert