Styttist í bóluefni við malaríu

Breska lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline sækir nú um leyfi til að markaðssetja fyrsta bóluefnið gegn malaríu. Tilraunir sem gerðar hafa verið með notkun lyfsins sýna að hægt er að draga verulega úr malaríusmiti meðal barna í Afríku.

Í frétt BBC segir að sérfræðingar séu bjartsýnir á að um sé að ræða fyrsta bóluefnið við malaríu sem koma muni á markað.

Malaríusmit berst með moskítóflugum. Þúsundir deyja á hverju ári úr malaríu. Virkt bóluefni er lykillinn að því að hefta útbreiðsluna.

Bóluefnið er kallað RTS,S. 

Sjá frétt BBC.

Moskítóflugur.
Moskítóflugur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert