Gaia kortleggur geiminn

Evrópska geimvísindastofnunin (ESA) skaut í morgun gervihnettinum Gaia á braut um jörðu frá Sinnamary í Frönsku Gíneu. Verkefnið er eitt það metnaðarfyllsta í sögu geimvísinda. 

Það var klukkan 9:12 að íslenskum tíma sem eldflauginni var skotið á loft sem flutti stjörnusjónaukann út í geim. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að Gaia kosti 740 milljónir evra, eða sem jafngildir 118 milljörðum kr.

Gaia mun hafa það hlutverk að kortleggja nákvæma staðsetningu og fjarlægðir á milli eins milljarðs stjarna. Markmiðið er að búa til fyrstu raunsæju myndina sem sýnir það hvernig Vetrarbrautin er uppbyggð.

Gervihnötturinn er ótrúlega næmur og ljóst er að hann mun svipta hulunni af mörg þúsund hlutum í geimnum sem hafa hingað til ekki sést. T.d. nýjar plánetur og smástirni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert